A fólk og B fólk

Í umræðunni um leiðréttingu á stökkbreyttum húsnæðislánum heimilanna og afnám verðtrygggingar skiptast stjórnmálamenn nokkurn veginn í tvo flokka, A fólk og B fólk.

A fólkið segir: Við getum ekki. Við getum ekki leiðrétt stökkbreytt lán. Við getum ekki komið til móts við heimilin. Við getum ekki afnumið verðtrygginguna.

B fólkið segir: Við getum. Við verðum að finna leið. Við verðum að finna leið til að leiðrétta stökkbreytt lán. Við verðum að finna leið til að koma til móts við heimilin. Við verðum að finna leið til að afnema verðtrygginguna. Það er hægt.

Þessa tvískiptingu má til dæmis glöggt heyra í umræðuþáttum gærdagsins, Silfri Egils og Sprengisandi Sigurjóns(12. og 3. hluti). Marinó G. Njálsson skrifar einnig um þetta áhugavert blogg um helgina.

Þeir sem núna segja “ekki hægt!” við því að taka á skuldavanda heimilanna eru sumir þeir sömu og sögðu “það er hægt!” þegar nærri 100 milljörðum var ausið úr ríkissjóði í gjaldþrota bankastofnanir. Þeir sömu og sögðu “það er hægt!” þegar átti að borga 300 milljarða í vexti af Icesave. 

Þessi flokkaskipting milli þeirra sem vilja gera eitthvað og þeirra sem ætla ekki einu sinni að reyna er skýr. Það er gott. Þá hafa kjósendur skýra valkosti.

Þeir geta sett x við A fólk – við getum ekki – við ætlum ekki.

Eða þeir geta sett x við B.