Skuldalækkun: Af dæmum og meðaltölum (heillandi fyrirsögn, ekki satt?)

Nokkur umræða hefur skapast um dæmið sem sett var fram í síðustu viku um möguleg áhrif leiðréttingar á heimili miðað við ákveðnar forsendur.

Eins og ég benti á í fyrri pistli þá er ómögulegt að setja fram dæmi sem dugar fyrir öll tilvik, hvert tilvik er einstakt. Í slíkum útreikningum skiptir t.d. máli hvaða vextir eru á viðkomandi láni, hvenær það var tekið, hversu mikið lifir eftir af lánstímanum, hverjar eftirstöðvarnar eru nú, hvort fyrri aðgerðir hafa komið til og hvaða verðbólgu er reiknað með til næstu ára.

Þetta tiltekna dæmi er því sett fram út frá því að viðkomandi heimili hafi nægar tekjur til að geta nýtt sérseignarsparnaðarleiðina til fulls (1,5 milljónir) og að það fái um meðalhöfuðstólsleiðréttingu (1 milljón). 

Út frá ákveðnum lánstíma, ákveðnum vöxtum og ákveðnum verðbólguforsendum má þá gera ráð fyrir að ráðstöfunartekjur hækki um 22 þúsund krónur þegar leiðréttingin er öll komin fram.

Eins og gjarnt er um reikningsdæmi þá breytist niðurstaðan ef einhver af þessum tölum breytist. Þetta tiltekna dæmi er því aðeins það, eitt dæmi um það sem mögulega getur gerst. Af því er ekki hægt að ráða hvernig leiðréttingin reiknast út fyrir heimilin almennt.

Meðaltölur segja auðvitað aldrei alla söguna en gefa samt ákveðna hugmynd um hvað málið snýst.

 

 

Athugasemdir: