Blekkingabullið.

Á síðustu árum hafa pistlar Sigrúnar Davíðsdóttur um Icesave og afnám hafta í Speglinum á köflum haft yfirbragð sjónhverfinga. Nú í vikunni barst enn á ný slíkur pistill í gegn um útvarp allra landsmanna þar sem þessi helsti rannsakandi Spegilsins á sviði efnahagsmála, (a.m.k. þegar Þórólfur Matthíasson er upptekinn) sagði frá því sem hún kallaði blekkingar og sjónarspil stjórnvalda við kynningu á áætlun um afnám hafta.

Það er léleg rannsóknarblaðamennska að éta bara upp helstu þræði spunalopans sem Samfylkingin prjónaði saman í hasti á dögunum, og setja fram í Ríkisútvarpinu sem staðreyndir.

Í pistlinum lepur Sigrún ítrekað upp þá lygasögu að í kynningu á áætlun um afnám hafta í júní hafi sú leið til lausnar á vandanum sem slitabúin hafa nú kosið að fara, að uppfylla stöðugleikaskilyrði stjórnvalda með frjálsum framlögum í stað skattheimtu, aðeins verið „nefnd í aukasetningu“.

Reyndar er allur pistillinn byggður á þessum útgangspunkti. Sem útskýrir hvers vegna pistillinn er uppfullur af rangindum.