Tekjujöfnuður á Íslandi 2014 var sá mesti frá upphafi mælinga

Hagstofa Íslands birti í morgun þá frétt að árið 2014 var tekjujöfnuður á Íslandi sá mesti frá upphafi mælinga. Þetta eru niðurstöður lífskjararannsóknar Hagstofunnar, þar sem fram kemur að tekjujöfnuður eykst milli áranna 2013 og 2014. Gini stuðullinn lækkar úr 24 niður í 22,7 (en var hæstur 29,6 árið 2009).

Gini stuðullinn 2014

Þetta eru frábær tíðindi og með þeim er rækilega staðfest að jöfnuður á Íslandi hefur aukist á þessu kjörtímabili. Hagstofan bendir á að ástæða þessa árangurs sé að ráðstöfunartekur þeirra sem hafi lægstar og miðtekjur hafi hækkað á meðan hæsti tekjuhópurinn hafi staðið í stað.