Sveitarstjórnarmönnum fjarstýrt frá Alþingi?

Fulltrúar Bjartrar framtíðar á þingi og í sveitarstjórnum hafa helst barið sér á brjóst fyrir að stunda „ný vinnubrögð“ í stjórnmálum. Stundum hefur þótt vanta útskýringu á því í hverju „nýju vinnubrögðin“ séu fólgin. Helst hefur á Bjartri framtíð skilist að „ný vinnubrögð“ séu „ekki gömlu vinnubrögðin“ – án þess að það sé útskýrt nánar.

Til að skilja hvað felst í þessum nýju vinnubrögðum Bjartrar framtíðar er því álitlegast að leita dæma í verkum þingmanna og sveitarstjórnarfulltrúa flokksins.

Nýjasta dæmið er að finna í umfjöllun umhverfis og samgöngunefndar Alþingis um frumvarp forsætisráðherra um verndarsvæði í byggð. Þar gerðist það á fundi í síðustu viku að umsagnaraðilar komu fyrir nefndina. Á fundinum kom fram að skipulagsráð Hafnarfjarðar hefði daginn áður skilað jákvæðri umsögn til Alþingis um frumvarpið og stutt það (eins og fram kemur í fundargerð ráðsins frá 5. maí):