Leiðréttingin skiptir meira máli ef verðbólga hækkar

Fjölmiðlar keppast í dag við að selja fólki fyrirsagnir um að verðbólga muni éta upp leiðréttinguna.

Það er vissulega rétt að hærri verðbólga hækkar verðtryggðar skuldir og það er mikilvægt að vinna gegn verðbólgu á öllum vígstöðvum.

En verðbólga hækkar ekki það sem búið er að taka í burtu. Sá hluti lána sem búið er að færa niður bætist ekki á aftur. Því er það rangt að tala um að verðbólga éti upp leiðréttinguna. Ávinningurinn af leiðréttingunni heldur gildi sínu.

Þannig skiptir leiðréttingin fólk í raun meira máli ef verðbólga hækkar, vegna þess að óleiðrétt lán hefði hækkað enn meira en leiðrétta lánið gerir. Munurinn á greiðslum er satt að segja sláandi.