EES pirringurinn

Uppáhalds álitsgjafi Íslands, hinn ágæti Lars Christiansen, ræddi Ísland, alþjóðavæðingu og ESB í viðtalinu á RUV í gær. Á honum var að skilja að hann átti sig ekki alveg á um hvað EES samningurinn snýst. Lars segir:

það kemur fyrir að sú umræða flækist í umræðuna um aðild Íslands að ESB. Það má sjálfsagt opna fyrir erlent vinnuafl og flæði fjármagns án þess að vera í ESB. Það er önnur umræða […] En það er ekkert leyndarmál að ég vona að Íslendingar sæki út fyrir landsteina…Þið skylduð íhuga það.

Þetta komment hjá Lars er lidt pinsamt. Við Íslendingar íhuguðum þetta með frjálst flæði vinnuafls og fjármagns nefnilega fyrir rúmum 20 árum og ákváðum að við vildum fá svoleiðis. Og tókum frjálst flæði vöru og þjónustu með í kaupin. Þið vitið, þarna fjórfrelsið sem ESB byggist á. Það er í gildi á Íslandi þó við séum ekki aðilar að ESB. EES samningurinn sér til þess. Og það er hið besta mál.