Traustur vinur kvikmyndagerðar

Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður skrifar furðulega grein í Fréttablaðið á föstudag þar sem staðreyndum um stuðning ríkisins við kvikmyndagerð er enn og aftur snúið á haus. Björn nefnir helst þrennt sem rök fyrir því að Framsókn og ríkisstjórnin hafi komið illa fram við kvikmyndagerð:

  1. Að ríkistjórnin hafi staðið fyrir gríðarmiklum niðurskurði til kvikmyndasjóða og að sá niðurskurður standi enn yfir. 
  2. Að viðvarandi óvissa ríki um kvikmyndagerð á Íslandi vegna þessa niðurskurðar
  3. Að þingmenn og ráðherrar Framsóknar hafi ekki staðið við það sem þeir sögðu

Byrjum á fyrsta atriðinu. Fyrir nokkru síðan skrifaði ég pistil um framlög til kvikmyndagerðar þar sem ég sýndi fram á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hlytu að laða að fleiri erlenda kvikmyndagerðarmenn til Íslands en ekki færri.